Landslið

KSÍ-skírteini

Ísland-Færeyjar á miðvikudag:  Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 12.8.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá aðgöngumiða á vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Færeyja á miðvikudag afhenta þriðjudaginn 13. ágúst frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Þriðjungur leikur utan Færeyja - 12.8.2013

Af 19 leikmönnum í landsliðshópi Færeyinga fyrir vináttulandsleikinn við Ísland á miðvikudag eru sex leikmenn sem leika utan heimalandsins, eða rétt tæplega þriðjungur hópsins. Jónas Tór Næs er sá eini sem leikur með íslensku liði, en nokkrir aðrir í hópnum hafa reyndar gert það líka.

Lesa meira
 
Úrtökumót kvenna 2013

52 leikmenn á úrtökumóti kvenna - 12.8.2013

Úrtökumót fyrir stúlkur fæddar 1998 fór fram að Laugarvatni í ár eins og áður og stóð mótið yfir frá föstudeginum 9. ágúst til sunnudagsins 11. ágúst. Úlfar hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hafði umsjón með mótinu. Alls tóku 52 leikmenn þátt að þessu sinni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Frábær 5-2 sigur hjá U17 karla - 12.8.2013

U17 landslið karla vann frábæran 5-2 sigur á liði Norðmanna í leik um 3. sætið á Opna Norðurlandamótinu, en norska liðið var á heimavelli. Leikurinn um 3. sætið fór fram á laugardag á Fart Stadion í Övre Vang. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög