Landslið

DAN_3060

Eins marks sigur á Færeyjum - 14.8.2013

A landslið karla vann í kvöld, miðvikudagskvöld, 1-0 sigur á Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum, að viðstöddum 4.815 áhorfendum. Íslenska liðið réði lögum og lofum í leiknum, en Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu eftir góða sendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen og skot frá Birki Bjarnasyni sem hafði viðkomu í Kolbeini á leið sinni í markið.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fjögur frábær mörk hjá U21 - 14.8.2013

U21 landslið karla vann í dag, miðvikudag, frábæran 4-1 sigur á liði Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015, enliðin mættust á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Emil Atlason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu - hefur nú skorað 6 mörk í 3 leikjum í keppninni. Ísland er efst í riðlinum með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Japan

Byrjunarliðin birtast á ksi.is 1 klst fyrir leikina - 14.8.2013

Byrjunarlið Íslands í leikjum dagsins birtast sjálfkrafa á viðkomandi mótasíðu á vef KSÍ einni klukkustund áður en leikirnir hefjast. Leikskýrslurnar eru þannig forskráðar í mótakerfi KSÍ, sem stýrir birtingunni. Byrjunarlið U21 birtist þannig kl. 16:00 og byrjunarlið A karla kl. 18:45.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög