Landslið

U19 landslið karla

Jafntefli í hörkuleik gegn Skotum hjá U19 karla - 3.9.2013

U19 landslið karla gerði í kvöld, þriðjudagskvöld, 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik í Stirling í Skotlandi.  Bæði mörk leiksins komu beint úr aukaspyrnum, en það fyrra gerði Oliver Sigurjónsson á 22. mínútu.  Þessi lið mætast aftur á fimmtudag, á sama stað.
Lesa meira
 
Tranquillo Barnetta (mynd:  football.ch)

Sterkt landslið Sviss - 3.9.2013

Eins og kunnugt er mætast karlalandslið Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 næstkomandi föstudag.  Svisslendingar hafa á afar öflugu liði að skipa og til marks um það er sú staðreynd að 11 af 23 leikmönnum í landsliðshópi þeirra á mála hjá félagsliðum sem leika í Meistaradeild UEFA.
Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar fara fram um helgina - 3.9.2013

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 karla og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, valið hóp fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á grasvellinum við Kórinn, föstudag og laugardag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Vináttulandsleikur gegn Skotum í kvöld - 3.9.2013

Strákarnir í U19 héldu til Skotlands snemma í morgun og eru ekkert að tvínóna við hlutina því þeir leika strax í kvöld. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Skotum og fara þeir báðir fram í Stirling. Fyrri leikurinn er í kvöld, þriðjudaginn 3. september, og hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma en sá síðari er fimmtudaginn 5. september. Lesa meira
 
Stade de Suisse / Wankdorf

Leikið á sögufrægum slóðum - 3.9.2013

Viðureign Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 á föstudag fer fram á sögufrægum slóðum  í Bern.  Leikvangurinn heitir Stade de Suisse, er heimavöllur BSC Young Boys, og er byggður á sama stað og áður stóð Wankdorf-leikvangurinn, en á þeim velli var leikið til úrslita í HM 1954.
Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Albanía - 3.9.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að hinum mikilvæga leik, Ísland – Albanía í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 10. september næstkomandi kl. 19:00.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Karlalandsliðið komið til Sviss - 3.9.2013

A landslið karla er komið saman í Sviss fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni HM 2014.  Leikmenn komu til Bern á mánudag og fyrsta æfingin var í dag, þriðjudag, en leikurinn fer fram á föstudag.  Sól og blíða er í Bern þessa dagana og er hitinn um 25 gráður. 
Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög