Landslið

Áhorfendur á Laugardalsvelli

Þrjú stig og stemning í Laugardalnum - 10.9.2013

Sigursöngvar ómuðu í Laugardalnum í kvöld þegar 9.768 áhorfendur fögnuðu dýrmætum sigri Íslands á Albaníu í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir okkar menn en staðan var jöfn í leikhléi, 1 - 1.  Íslenska liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 13 stig en Sviss, sem lagði Noreg í kvöld, er í efsta sætinu með 18 stig.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Góður sigur gegn Kasakstan - 10.9.2013

Strákarnir í U21 lögðu Kasakstan í dag þegar þjóðirnar mættust í undankeppni EM á Kópavogsvelli. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Íslenska liðið er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Búlgaríu - 10.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og fer fram dagana 21. - 26. september en mótherjar Íslendinga eru, auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem fer á Svíþjóðarmótið - 10.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem leikur á Svíþjóðarmótinu sem fram fer dagana 17. - 21. september. Mótherjar Íslendinga á þessu móti verða, auk heimamanna, Noregur og Slóvakía.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Kasakstan - 10.9.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kasakstan í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 16:00. Teflt er fram sama byrjunarliði og í sigurleiknum gegn Hvít Rússum. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 10.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi. Þessar æfingar eru hluti af undirbúningi fyrir keppni milliriðlum EM en íslenska liðið mun leika í Rúmeníu um mánaðarmótin.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á leikinn - 10.9.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Albaníu sem hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á Ísland - Albanía - 10.9.2013

Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá landsliðum Íslands en bæði A landslið karla og U21 karla verða í eldlínunni. Strákarnir í U21 leika gegn Kasakstan á Kópavogsvelli kl. 16:00 í undankeppni EM. Á Laugardalsvelli verður svo karlalandsliðið í flóðljósunum þegar þeir taka á mót Albaníu í undankeppni HM kl. 19:00. Uppselt er á þann leik. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög