Landslið

U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 16.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi. Þessar æfingar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM sem fram fer í Rúmeníu um næstu mánaðarmót. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U17 karla - Hópurinn sem fer til Rússlands - 16.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Rússlands og leikur þar í undankeppni EM, dagana 21. - 26. september. Auka heimamanna leika í riðlinum Slóvakía og Aserbaídsjan og er leikið gegn síðastnefnda liðinu, laugardaginn 21. september.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Uppselt á leik Íslands og Kýpur - 16.9.2013

Uppselt er á leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum og seldust síðustu miðarnir nú um helgina en opnað var fyrir miðasölu síðastliðinn fimmtudag.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög