Landslið

U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn sem fer til Rúmeníu - Uppfært - 23.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Rúmeníu og leikur í milliriðlum EM, dagana 30. september til 5. október.  Mótherjar Íslendingar eru, auk heimastúlkna, Írland og Spánn.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Annar stórsigur hjá stelpurnum - 23.9.2013

Stelpurnar í U19 unnu annan stórsigur í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Mótherjarnir í dag voru frá Slóvakíu og unnu okkar stelpur öruggan sigur, 5 - 0.  Með þessum sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
Merki Sviss

A kvenna - Sterkt svissneskt lið - 23.9.2013

Það er ljóst að svissneska liðið, sem mætir Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á fimmtudaginn, er virkilega sterkt.  Liðið lék gegn Serbum á heimavelli um helgina og unnu stórsigur, 9 - 0.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - Frábær sigur á Slóvökum - 23.9.2013

Strákarnir í U17 unnu frábæran sigur á jafnöldum sínum frá Slóvakíu í dag í undankeppni EM en leikið var í Volograd í Rússlandi.  Lokatölur urðu 2 - 4 fyrir Ísland eftir að Slóvakar höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1.  Lokaleikur Íslands í riðlinum fer svo fram fimmtudaginn 26. september þegar leikið verður gegn gestgjöfum Rússa.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Slóvakíu - 23.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 - 0.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er minnt á textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu - 23.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvökum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eða kl. 13:00 að staðartíma. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög