Landslið

A landslið kvenna

Tveggja marka sigur Sviss - 26.9.2013

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í kvöld í undankeppni HM með því að etja kappi við Sviss á Laugardalsvelli. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina sem leiddu með einu marki í leikhléi.  Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á útivelli, 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss - 26.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30 í undankeppni HM. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, leikur í kvöld sinn 133. og síðasta landsleik. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna. Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Glæsilegur sigur á Rússum - 26.9.2013

Strákarnir í U17 unnu glæsilegan sigur á Rússum í undankeppni EM í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum sem var leikinn í Rússlandi. Íslendingar höfðu sigur, 2 - 1, í hörkuleik og tryggðu sér með efsta sætið í riðlinum og sæti í milliriðlum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Franskur sigur í síðasta leiknum - 26.9.2013

Frakkar lögðu Íslendinga í lokaleik undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Búlgaríu. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Frakka og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn höfðu báðar þjóðirnar tryggt sér sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 26.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frökkum í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 – 0 og sama markatala var upp á teningnum þegar Slóvakar voru lagðir.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Rússum - 26.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í undankeppni EM í dag. Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 12:30 að íslenskum tíma. Þetta er lokaleikur liðsins í undankeppninni en jafntefli varð gegn Aserum í fyrsta leik, 3 – 3 og sigur vannst á Slóvakíu, 4 – 2. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland - Sviss í kvöld - Allir á völlinn - 26.9.2013

Íslenska kvennalandsliðið hefur undankeppni HM í kvöld þegar það mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn Freys Alexanderssonar, nýs landsliðsþjálfara, og jafnframt kveðjuleikur Katrínar Jónsdóttur. Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala verður á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög