Landslið

Vefskrá

Vefskrá fyrir leikinn við Kýpur - 10.10.2013

KSÍ hefur gefið út sérstaka vefskrá fyrir leikinn við Kýpur í undankeppni HM 2014, en liðin mætast á Laugardalsvelli á föstudag eins og kunnugt er. Í vefskránni er fjallað um leikinn, liðið og möguleika þess í riðlinum, auk þess sem fjallað er um einstaka leikmenn og verkefni annarra landsliða.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Kýpur - 10.10.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Frábær endurkoma hjá strákunum - 10.10.2013

Strákarnir í U19 náðu í frábært stig í fyrsta leik þeirra í undankeppni EM en leikstaðurinn er Belgía.  Frakkar voru mótherjar dagsins og lauk leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að Frakkar höfðu leitt með tveimur mörkum í leikhléi.  Leikið verður við Belga á laugardaginn. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Frökkum í dag - 10.10.2013

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Belgíu.  Mótherjar dagsins eru Frakkar og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslendinga.  Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög