Landslið

Knattspyrnusamband Íslands

Æfingaáætlun yngri landsliða 2013 - 2014 - 14.10.2013

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2013-2014 liggur nú fyrir og má sjá hana í skjali hér að neðan. Félög skulu heimila leikmönnum sínum þátttöku í æfingum og æfingaleikjum á þessum dögum og eru því minnt á að taka mið af þessum dagsetningum við skipulagningu æfinga og leikja hjá sér.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Naumt tap gegn Frökkum - 14.10.2013

Strákarnir í U21 töpuðu gegn Frökkum í kvöld í undankeppni EM en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur, í miklum markaleik, urðu 3 - 4 fyrir Frakka eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Mjög fjörugur leikur sem boðið var upp á í Laugardalnum í kvöld og hafði íslenska liðið algjörlega í fullu tréi við franska liðið. Lesa meira
 
Bjarmi Kristinsson

Bjarmi vann flug fyrir 2 með Icelandair - 14.10.2013

Bjarmi Kristinsson, ungur Valsari, var aldeilis heppinn á leik Íslands og Kýpur en hann tók þátt í leiknum "Skot í slána" en hann gerði sér lítið fyrir og hitti beint í slána og fyrir það skellir hann sér með einhverjum til útlanda. Lesa meira
 
Ullevall

Ósóttir miðar á Noreg - Ísland - 14.10.2013

Ennþá eru til miðar fyrir íslenska áhorfendur á leik Noregs og Íslands í undankeppni HM sem fram fer á Ullevaal í Osló, þriðjudaginn 15. október.  Ósótta miða er hægt að nálgast á Horgans Bar & Restaurant frá kl. 15:00 á leikdag en þar ætla stuðningsmenn Íslands að hittast fyrir leik og stilla saman strengi.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

Ísland - Frakkland - A passar gilda við innganginn - 14.10.2013

Handhafar A passa frá KSÍ geta sýnt skírteini sitt við innganginn á leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Ekki þarf því að sækja miða á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Frakkland - 14.10.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að leiknum  Ísland – Frakkland í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli mánudaginn 14. október kl. 18:30.

Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í kvöld - 14.10.2013

Íslendingar mæta Frökkum í kvöld, mánudaginn 14. október, í undankeppni EM og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 18:30.  Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða en þarna eigast við tvö lið sem hafa fullt hús stiga til þessa í undankeppninni.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög