Landslið

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 46. sæti á FIFA-listanum - 17.10.2013

Ísland er í 46. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið og fer upp um 8 sæti milli mánaða. Hæst hefur íslenska liðið ná í 37. sæti, en það var í september 1994 og í sama mánuði ári síðar.  Lægsta staða Íslands á listanum var 131. sæti í apríl 2012, þannig að á einu og hálfu ári hefur klifið verið ansi hratt. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Dregið í umspilinu í hádeginu - Bein útsending - 17.10.2013

Mánudaginn 21. október verður dregið um það í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir mætast í umspilsleikjum fyrir HM 2014. Þjóðunum átta verður skipt í efri og neðri styrkleikaflokk og verður farið eftir nýútgefnum styrkleikalista FIFA. Leikdagarnir eru 15. og 19. nóvember, en ekki liggur fyrir á hvorum deginum Ísland á heimaleik.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög