Landslið

A kvenna - Hópurinn kominn til Belgrad - 28.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið er komið til Belgrad en framundan er leikur í undankeppni HM á fimmtudaginn gegn Serbum. Leikurinn fer fram á FK Obilic Stadium og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Serbar náðu góðum úrslitum í síðasta leik þegar liðið gerði jafntefli gegn Dönum, 1 - 1, og því ljóst að um hörkuleik verður að ræða á fimmtudaginn. Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Króatía: Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 28.10.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Króatíu í umspili fyrir lokakeppni HM 2014 þriðjudaginn 29. október kl. 09:00 til kl. 16:00 eða eins og miðarnir endast.  Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á þennan leik og því er ekki hægt að verða við óskum um að kaupa aukamiða í þetta skiptið.  Lesa meira
 
Island-tolfan

Miðasala á Ísland-Króatía hefst á þriðjudag - 28.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti í úrslitakeppni HM 2014 hefst á þriðjudag og fer sem fyrr fram á vefsíðunni midi.is.  Miðaverð verður óbreytt frá síðustu leikjum.  Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á þennan leik er gríðarleg og því er rétt að hafa hraðar hendur, þar sem mun færri komast að en vilja.  Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög