Landslið

Danka og Vesna - "Okkar lið hefur mun meira sjálfstraust en áður - 30.10.2013

Tveir leikmenn úr serbneska landsliðshópnum eru kunnari íslenskum knattspyrnuáhugamönnum heldur en aðrir en þetta eru þær Danka Podovac og Vesna Smiljkovic.  Heimasíðan hitti leikmennina á hóteli liðanna í Belgrad og spurði þær fyrst hvort það væri öðruvísi fyrir þær að leika gegn Íslandi en öðrum þjóðum?:

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

A kvenna - Margrét Lára nýr fyrirliði - 30.10.2013

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýr landsliðsfyrirliði en þetta tilkynnt landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, á fundi með leikmönnum í gærkvöldi.  Margrét Lára tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur sem lagt hefur landsliðskóna á hilluna.  Viðtal við nýjan fyrirliða má sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan

Lesa meira
 

Miðasala á Króatía - Ísland í umspili fyrir HM 2014 - 30.10.2013

Króatía og Ísland mætast í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014 í nóvember, eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um.  Seinni leikurinn fer fram á Maksimir-leikvanginum í Zagreb kl. 20:15 að staðartíma.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

61 stúlka á landshlutaæfingum á Norðurlandi - 30.10.2013

Um komandi helgi fara fram á Akureyri  landshlutaæfingar fyrir stúlkur fæddar 1998-2001. Alls hefur 61 leikmaður verið boðaður á æfingarnar, sem fram fara á KA-velli og í Boganum.  Um tvo hópa leikmanna er að ræða - Leikmenn fæddir 1998 og 1999 æfa saman annars vegar, og hins vegar leikmenn fæddir 2000 og 2001. Lesa meira
 
Fótbolti

90 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla um helgina - 30.10.2013

Alls hafa 90 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  Um tvo æfingahópa er að ræða hjá U17 karla - leikmenn fædda 1997 annars vegar og 1998 hins vegar. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög