Landslið
HM 2014 í Brasilíu

18 erlendar sjónvarpsstöðvar sýna leik Íslands og Króatíu

Mikill áhugi erlendra aðila á viðureign Íslands og Króatíu

11.11.2013

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Íslendingar taka á móti Króötum í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu og fer fyrri leikurinn fram á Laugardalsvelli á föstudaginn.  Áhugi fyrir leiknum er gríðarlegur eins og sést í flestum verðurfréttatímum fjölmiðla þessa dagana.  En þessi gríðarlegi áhugi nær langt út fyrir landsteinana því það munu allavega 18 erlendar sjónvarpsstöðvar sýna leikinn í beinni útsendingu á föstudagskvöldið.

Þessar stöðvar eru víða að og er leikurinn m.a. sýndur beint í Kína, Tælandi, Japan, Malasíu, Ástralíu og Svíþjóð.

Stöðvarnar eru:

  Canal+
  Truevision/Cineplex Thailand
  IMG
  ZDF
  Astro Malaysia
  Starhub Singapore
  Madison China
  STL Media Myanmar
  Setanta Australia
  TV4 Sweden
  SNTV
  Supersport
  ESPN
  GolTV
  Fuji Japan
  Straightforward in Sport
  Sport TV Portugal
  Al Jazeera

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög