Landslið

Tolfan

Magnaður stuðningur áhorfenda í kvöld - 15.11.2013

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður.  Frá því löngu fyrir leik voru áhorfendur byrjaðir að hvetja og það hélt áfram allan leikinn og rúmlega það.  Stórkostleg stemning sem lengi verður í minnum höfð. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Markalaust jafntefli gegn Króatíu - 15.11.2013

Jafntefli varð í fyrri umspilsleik Íslands og Króatíu um laust sæti á HM 2014 en leikið var á Laugardalsvelli.  Ekkert mark var skorað í leiknum en íslenska liðið lék manni færra síðustu 40 mínútur leiksins. Seinni leikur Króatíu og Íslands fer fram í Zagreb næstkomandi þriðjudag, þar verður allt undir en það er allt hægt.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 15.11.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Króötum í fyrri umspilsleik þjóðanna um laust sæti á HM 2014.  Leikurinn hefst kl. 19:00 á Laugardalsvelli og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aukamiðar á Ísland – Króatía - 15.11.2013

Um 300 miðar á umspilsleik Ísland – Króatía fara í sölu kl. 14:00 í dag og fer salan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Þessir miðar eru aðeins í K hólfi og eru komnir til vegna þess að stuðningsmenn Króata verða færri en reiknað var með og skiluðu þeir hluta af þeim miðum sem þeim var úthlutað.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Ísland - Króatía í kvöld kl. 19:00 - 15.11.2013

Fyrri umspilsleikur Íslands og Króatía um sæti í úrslitakeppni HM hefst kl. 19:00 í kvöld á Laugardalsvelli.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir en völlurinn opnar kl. 18:00. Spáin er prýðileg fyrir kvöldið en allir hvattir samt til þess að klæða sig vel og ekki skemmir fyrir að mæta í bláu. 

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög