Landslið
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Stelpurnar leika í Króatíu

Milliriðillinn leikinn 5. - 10. apríl

21.11.2013

Stelpurnar í U19 drógust í riðil með Skotum, Rússum og Króötum þegar dregið var í milliriðla EM.  Leikið verður í Króatíu dagana 5. - 10. apríl. 

Úrslitakeppnin verður svo leikin Noregi en efsta þjóðin í hverjum riðli kemst í úrslitakeppnina ásamt einni þjóð sem verður með bestan árangur í öðru sæti.

Þá var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2015 og lenti Ísland þar í riðli með Spánverjum, Króötum og Litháum.  Sá riðill fer fram 13. - 18. september og verður leikinn í Litháen.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög