Landslið
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um fjögur sæti

Sitja í 19. sæti nýs lista

13.12.2013

Íslenska kvennalandsliðið fellur um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er nú í 19. sæti listans en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar næstir.

Af mótherjum Íslands í undankeppni HM er það að frétta að Danir eru í 13. sæti, Sviss í 22. sæti og Serbía í 44. sæti.  Ísrael er í 55. sæti og Malta í 87. sæti styrkleikalistans.

Styrkleikalisti FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög