Landslið

Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

Úrtaksæfingar hjá kvennalandsliðum Íslands um komandi helgi - 6.1.2014

Öll kvennalandslið Íslands verða við æfingar um komandi helgi og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson hafa boðað tæplega 90 leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Tölfræðiupplýsingar af vef KSÍ

Leikir og mörk liðs í mótum á tilteknu tímabili - 6.1.2014

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv. Lesa meira
 
Merki_Wales

A karla - Vináttulandsleikur gegn Wales 5. mars - 6.1.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Wales hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Wales, 5. mars næstkomandi.  Þetta verður sjöunda viðureign þjóðanna hjá A landsliðum karla.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Svíum í Abu Dhabi - 6.1.2014

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa valið hópinn sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Abu Dhabi, þriðjudaginn 21. janúar næstkomandi.  Það eru 20 leikmenn sem skipa hópinn að þessu sinni, þar af eru 5 leikmenn sem ekki hafa leikið A landsleik. 

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í febrúar - 6.1.2014

Dregið verður í riðla í undankeppni EM 2016 þann 23. febrúar næstkomandi.  Drátturinn fer fram í Acropolis Congress Center í Nice í Frakklandi, en úrslitakeppnin fer sem kunnugt er fram þar í landi.  Í úrslitakeppninni 2016 verða í fyrsta sinn 24 lið, fleiri en nokkru sinni áður, en þetta er í 15. sinn sem keppt er um Evrópumeistaratitil landsliða

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög