Landslið

Fyrir æfingu í Wales

A karla - Strákarnir komnir til Cardiff - 3.3.2014

Karlalandsliðið er komið til Cardiff en framundan er vináttulandsleikur gegn Wales sem fram fer á miðvikudaginn.  Æft var á keppnisvellinum, Cardiff City Stadium, í dag en á þeim velli leikur landsliðsfyrirliðinn , Aron Einar Gunnarsson, heimaleiki með félagsliði sínu Cardiff.

Lesa meira
 
Frá æfingu hjá U16 og U17 karla í Fjarðabyggðahöllinni í mars 2009

Úrtaksæfing fyrir drengi fædda 1999 á Reyðarfirði á miðvikudag - 3.3.2014

Úrtaksæfing  fyrir drengi fædda 1999 verður á Reyðarfirði næstkomandi miðvikudag kl. 18.30.  Æfingin verður í Fjarðabyggðarhöllinni og er mæting kl.18.00. Freyr Sverrisson þjálfari U16 mun sjá um æfinguna. Lesa meira
 

Sex landsleikir á fjórum dögum - 3.3.2014

Það verður svo sannarlega nóg um að vera hjá landsliðunum okkar  í vikunni, bæði hér heima og á erlendri grundu.  Alls leika fjögur landslið sex landsleiki á fjórum dögum.  U19 karla leikur tvo leiki hérlendis, U21 karla leikur í Kasakstan, A karla í Wales, og A kvenna leikur tvo leiki í Algarve-bikarnum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög