Landslið

Dóra María varafyrirliði íslenska landsliðsins - 4.3.2014

Dóra María Lárusdóttir er orðin varafyrirliði íslenska landsliðsins en þetta var tilkynnt á fundi með liðinu í kvöld á Algarve. Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði liðsins en hún tók við fyrirliðabandinu af Margréti Láru Viðarsdóttur.

Lesa meira
 
Æfing á æfingasvæði Cardiff fyrir vináttulandsleik Wales og Íslands

A karla - Vináttulandsleikur gegn Wales framundan - 4.3.2014

Framundan er vináttulandsleikur hjá karlalandsliði okkar gegn Wales á morgun, miðvikudaginn 5. mars kl. 19:45.  Liðið æfði í dag á æfingasvæði úrvalsdeildarliðs Cardiff en það er í göngufæri frá hóteli íslenska liðsins.  Létt æfing verður þar einnig á leikdag en æfingavellirnir eru nokkuð blautir eftir miklar rigningar síðustu misseri en engu að síður í þokkalegu ástandi.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Öruggur 3-0 sigur U19 karla á Svíum - 4.3.2014

Ísland mætti Svíþjóð í vináttuleik U19 karla í Kórnum fyrr í dag, þriðjudag, og fór Ísland með öruggan 3-0 sigur af hólmi. Íslenska liðið leiddi með einu marki í hálfleik og bætti við öðru marki fljótlega í þeim seinni, auk þess sem Svíar skoruðu eitt sjálfsmark. 

Lesa meira
 
Geir og Haukur eftir undirritun samningsins

Borgun framlengir farsælu samstarfi við KSÍ - 4.3.2014

Borgun hefur framlengt samstarfssamningi sínum við Knattspyrnusamband Íslands til fjögurra ára. Borgun hefur verið einn af bakhjörlum KSÍ og mun áfram vera meðal þeirra öflugu fyrirtækja sem hafa séð sóknarfærin í því að vera öflugur samherji KSÍ.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög