Landslið

Æfing á Möltu

A kvenna - Tvær æfingar á Möltu í dag - 8.4.2014

Tvær æfingar voru í dag hér á Möltu og fóru þær báðar fram á keppnisvellinum sem er gervigrasvöllur. Mikill hiti var í dag, sérstaklega á fyrri æfingunni og var völlurinn þurr og harður. Það er gott fyrir hópinn að venja sig við aðstæður en leikurinn sjálfur fer fram á fimmtudaginn kl. 14:00 að staðartíma og má því búast við miklum hita.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Naumt tap gegn Wales - 8.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, tapaði naumlega í dag, þriðjudag, fyrir Wales í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir welska liðið og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarliðið gegn Wales í dag - 8.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, hefur leik í dag á sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi.  Mótherji dagsins er Wales, og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög