Landslið

A kvenna - Stórsigur á Möltu - 10.4.2014

Ísland vann í dag stórsigur á Möltu í undankeppni HM en leikið var ytra.  Lokatölur urðu 0 – 8 fyrir Ísland sem leiddi með fjórum mörkum í leikhléi.  Yfirburðir íslenska liðsins voru algerir frá upphafi og einungis spurningin um hversu stór sigurinn yrði. Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 8. maí.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

1-1 jafntefli við Króatíu í síðasta leik í milliriðli - 10.4.2014

U19 landslið kvenna gerði 1-1 jafntefli við Króata í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM, en leikið var í Króatíu í dag, fimmtudag.  Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og með smá heppni hefði sigurinn getað lent okkar megin.

Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson

Hættir með U19 kvenna eftir 15 ár og 104 leiki - 10.4.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta þjálfun U19 landsliðs kvenna að loknum milliriðlinum sem liðið lék í núna í apríl.  Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ólafs Þórs var í ágúst 1999 og hefur hann því verið við stjórnvölinn í tæp 15 ár og skilað frábæru starfi. 

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Króatíu - 10.4.2014

U19 kvenna mætir Króatíu í dag í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM.  Hvorugt liðið á möguleika á að komast upp úr riðlinum, en með sigri getur íslenska liðið lyft sér upp fyrir Króata í þriðja sætið.   Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Möltu - 10.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Möltu í undankeppni HM. Leikið er á Centenary vellinum á Möltu og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma eða kl. 14:00 að staðartíma.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM - 10.4.2014

Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM en leikið verður á Centenary Stadium á Möltu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni um tveimur tímum fyrir leik og fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög