Landslið

A landslið kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss 8. maí

Leikur í undankeppni HM 2015

30.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM, fimmtudaginn 8. maí.  Svissneska liðið hefur byrjað undankeppnina vel og er í efsta sæti riðilsins með 16 stig eftir 6 leiki.  Íslenska liðið er í öðru sæti með 9 stig eftir 4 leiki.

Ísland og Sviss hafa mæst 5 sinnum hjá A landsliði kvenna og hafa þjóðirnar unnið tvo leiki hvor og einu sinni hefur orðið jafntefli.  Síðast mættust þjóðirnar hér á Laugardalsvelli, í þessari undankeppni, í september á síðasta ári og vann Sviss þá 0 - 2.

Tvær breytingar eru á hópnum frá því í leikjunum gegn Ísrael og Möltu í síðasta mánuði en þær Sif Atladóttir og Elín Metta Jensen koma inn í hópinn að þessu sinni.

Hópurinn og nánari upplýsingar


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög