Landslið
Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína

Ísland í riðli með Hondúras og Perú

Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Nanjing í Kína í sumar

14.5.2014

Íslenskt drengjalandslið skipað leikmönnum fæddum 1999 og síðar leikur á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína í sumar.  Sætið var tryggt með því að sigri í undankeppni sem haldin var í Sviss í október á síðasta ári, þar sem Ísland lagði Finnland og Moldavíu.  

Dregið hefur verið í riðla fyrir Ólympíuleikana og er Ísland í riðli með tveimur Ameríkuliðum – Hondúras og Perú. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög