Landslið
UEFA EM U19 karla

Þrjár breytingar á U19 landsliðshópnum

Liðið leikur í milliriðli EM á Írlandi um mánaðamótin

22.5.2014

Gerðar hafa verið þrjár breytingar á leikmannahópi U19 landsliðs karla, sem leikur í milliriðli EM á Írlandi um mánaðamótin.  Þeir Böðvar Böðvarsson, Ósvald Jarl Traustason og Indriði Áki Þorláksson, sem voru í upprunalega hópnum, verða ekki með.  Í þeirra stað hefur Kristinn R. Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, valið þá Heiðar Ægisson úr Stjörnunni, Jón Ingason úr ÍBV og Sindra Björnsson úr Leikni R.


Milliriðillinn fer sem fyrr segir fram á Írlandi og í riðlinum eru, auk heimamanna og Íslands, Serbía og Tyrkland.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög