Landslið

UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Írum í fyrsta leik í milliriðli - 28.5.2014

Strákarnir í U19 töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðli EM í kvöld en riðillinn er leikinn á Írlandi. Leikið var gegn heimamönnum sem höfðu betur, 2 - 1, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Næsti leikur Íslands er gegn Serbum á föstudaginn en þeir gerðu 1 - 1 jafntefli gegn Tyrkjum fyrr í dag. Lesa meira
 

Frá blaðamannafundi í Austurríki - 28.5.2014

Annar af þjálfurum A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, og fyrirliði liðsins, Aron Einar Gunnarsson, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem haldinn var á Tivoli Stadion í Innsbrück í dag, miðvikudag.  Austurríki og Ísland mætast þar í vináttulandsleik á föstudag.
Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Íra í kvöld - 28.5.2014

Strákarnir í U19 hefja í kvöld leik í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn á Írlandi. Það eru einmitt heimamenn sem eru fyrstu mótherjarnir en leikurinn hefst á Tallaght Stadium í Dublin kl. 18:00 að íslenskum tíma. Hinn leikur riðilsins hefst kl. 15:00 en þar mætast Serbar og Tyrkir. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Helgi Kolviðsson

Austurrískir fjölmiðlar ræða við Helga Kolviðsson - 28.5.2014

Nokkuð er fjallað um vináttulandsleik Austurríkis og Íslands í Austurrískum fjölmiðlum og rætt við leikmenn og þjálfara úr röðum heimamanna, en einnig er rætt við Helga Kolviðsson, sem þjálfað hefur Austria Lustenau við góðan orðstír. 

Lesa meira
 
Frá æfignu austurríska landsliðsins

Góður undirbúningur fyrir leikina við Svía - 28.5.2014

Í viðtali við austurríska fjölmiðla segjast Austurríkismenn nota vináttuleikinn við Ísland á föstudag til að undirbúa sig undir leikina við Svía í undankeppni EM 2016, en auk fyrrgreindra þjóða eru Rússar, Moldóvar, Svartfellingar og Liechtenstein-menn í G-riðli.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög