Landslið

A karla - Jafntefli í Innsbrück - 30.5.2014

Íslendingar gerðu jafntefli gegn Austurríki í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Innsbrück.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að heimamenn höfðu leitt í leikhléi.  Framundan er annar vináttulandsleikur, gegn Eistlandi á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 4. júní kl. 19:15.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla – Stórt tap gegn Serbum - 30.5.2014

Strákarnir í U19 náðu sér engan veginn á strik í dag þegar leikið var gegn Serbum í milliriðli EM en leikið er í Dublin.  Lokatölur urðu 6 – 0 fyrir Serba sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á efsta sæti riðilsins en liðið leikur lokaleik sinn í riðlinum, gegn Tyrkjum, á mánudaginn.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Eistland á miðvikudag: Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 30.5.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá aðgöngumiða á vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Eistlands  afhenta þriðjudaginn 3. júní frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

U21 karla - Sænski hópurinn sem mætir Íslandi - 30.5.2014

Svíar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik hjá U21 karla, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15, á Norðurálsvellinum á Akranesi.  Svíar velja 20 leikmenn og koma flestir frá liðum í Svíþjóð en einnig eru leikmenn sem eru á mála hjá félögum eins og Arsenal, Benfica, Chelsea og Liverpool. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Serba í dag - 30.5.2014

Strákarnir í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Dublin á Írlandi.  Mótherjar dagsins eru Serbar og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Austurríki – Ísland í kvöld kl. 18:30 - 30.5.2014

A landslið karla mætir Austurríki í vináttulandsleik í Innsbrück í kvöld, föstudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á Tivoli Stadion.  Rúmlega 11 þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Svíum á Akranesi - 30.5.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum sem fram fer á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.  Alls eru 11 leikmenn í hópnum sem ekki hafa áður leikið U21 landsleik.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög