Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi á miðvikudag í síðasta undirbúningsleiknum fyrir undankeppni EM 2016, sem hefst í haust með heimaleik á móti Tyrklandi.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Þetta er öflugt íslenskt landslið og verður spennandi að sjá marga af sterkustu leikmönnum Íslands sýna sínar bestu hliðar á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland - Eistland

Rafræn leikskrá fyrir Ísland-Eistland - 3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttuleik á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:15.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Til fræðslu og skemmtunar er komin út vegleg rafræn leikskrá fyrir þennan leik.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sindri Snær í hópinn - 3.6.2014

Sindri Snær Magnússon úr Keflavík hefur verið kallaður inn í hópinn hjá U21 karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Svíum.  Sindri Snær kemur í stað Andra Rafns Yeomans sem er meiddur.  Leikurinn við Svía fer fram á Norðurálsvellinum á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.
Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög