Landslið

HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Öruggur sigur í Laugardalnum - 19.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur í kvöld á Möltu með fimm mörkum gegn engu en leikurinn var í undankeppni fyrir HM í Kanada og fór fram á Laugardalsvelli.  Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir frá upphafi til enda en forystan var þrjú mörk þegar flautað var til leikhlés.  Ísland er í öðru sæti riðilsins með 13 stig. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Möltu í kvöld - 19.6.2014

Stelpurnar okkar mæta Möltu í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðlinum og þar getur hvert stig og hvert mark skipt miklu máli.  Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu midi.is og miðasala opnar á Laugardalsvelli kl. 16:30. Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Möltu - 19.6.2014

Út er komin rafræn leikskrá í tilefni af landsleiks Íslands og Möltu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudaginn 19. júní og hefst kl. 18:00.  Ýmislegt efni er í leikskránni m.a. viðtöl við Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða, Glódís Perlu Víggósdóttur og landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög