Landslið
Sjálfboðaliðar að störfum

Viltu taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni?

KSÍ leitar að sjálfboðaliðum til að starfa við úrslitakeppni EM U17 liða kvenna 2015

7.8.2014

Árið 2015, nánar tiltekið dagana 20. júní - 4. júlí, verður úrslitakeppni EM U17 kvenna haldin á Íslandi, nánar tiltekið á suðvesturhorninu. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem KSÍ hefur tekið að sér og því leitar KSÍ eftir aðstoð. Eitt mikilvægasti þátturinn sem KSÍ stendur frammi fyrir er að finna sjálfboðaliða til að starfa við mótið og framkvæmd þess. Nú þegar er ljóst að fjölmargir munu starfa við mótið frá KSÍ og UEFA, en sjálfboðaliðar munu koma til með að gegna lykilhlutverki í framkvæmd mótsins.

Meðal starfa sem sjálfboðaliðar leysa:

·         Fylgdarmaður liðs

·         Bílstjóri

·         Umsjón dómara

·         Aðstoð við framkvæmd leikja

Sjálfboðaliðar að störfumViltu taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni?  Viltu taka virkan þátt í úrslitakeppni á vegum UEFA í návígi?  Viltu upplifa stemmninguna sem myndast í starfshópi móts af þessari stærðargráðu? 

Við þurfum á góðu fólki að halda til þess að framkvæmd mótsins geti verið íslenskri knattspyrnu til sóma og því vonumst við til þess að sem flestir tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur!

Sendu okkur endilega línu á klara@ksi.is með upplýsingum um þig (nafn, netfang, símanúmer og aðrar upplýsingar - s.s. tungumál o.fl).

Sjálfboðaliðar að störfum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög