Landslið
Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína

Ólympíuleikar ungmenna settir í Nanjing 16. ágúst

U15 knattspyrnulið drengja tekur þátt frá Íslandi

14.8.2014

Þann 16. ágúst verða Ólympíuleikar ungmenna settir í borginni Nanjing í Kína.  Ísland sendir keppendur í knattspyrnu drengja (U15) og í sundi á leikana, ásamt fylgdarmönnum, og er fjöldi keppenda 20 talsins.  Um er að ræða aðra sumarólympíuleika ungmenna, en þeir fyrstu fóru fram í Singapore 2010.

Knattspyrnuliðið á fyrsta leik áður en leikarnir verða settir formlega, en þann 15. ágúst keppir liðið við Hondúras og er það fyrsti leikurinn í keppni drengja. Annar leikurinn verður svo við Perú mánudaginn 18. ágúst.

Fánaberi Íslands á setningarhátíð leikanna verður Sunneva Dögg Friðriksdóttir, keppandi í sundi. 

Upplýsingar um leikana má finna á vef ÍSÍ auk þess sem að fésbókarsíða ÍSÍ mun segja frá leikunum.   

Ýmsar upplýsingar (PDF)

Heimasíða leikanna

Heimasíða IOC er fjallar um leikanna

Fésbókarsíða ÍSÍ

Heimasíða ÍSÍ


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög