Landslið

Helgi Guðjónsson

Fimm marka sigur U15 í Kína - 15.8.2014

U15 landslið karla vann í dag stórsigur á Hondúras í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Lokatölur voru 5-0 fyrir Ísland. Næsti leikur Íslands er gegn Perú á mánudag, og loks mætast Perú og Hondúras fimmtudaginn 21. ágúst í lokaleik riðilsins. Lesa meira
 
Frá Nanjing í Kína

U15 karla mætir Hondúras í dag kl. 10:00 - 15.8.2014

U15 landslið karla hefur leik í dag á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Freyr Sverrisson er þjálfari liðsins og hefur hann tilkynnt byrjunarlið Íslands.  Mótherjinn er Hondúras og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög