Landslið

HM kvenna 2015 í Kanada

Sárt tap gegn Dönum - 21.8.2014

Íslensku stelpurnar töpuðu gegn Dönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 0 -1 eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi.  Með þessu tapi eru möguleikar Íslands á að komast á HM úr sögunni.  Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Dönum - 21.8.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í undankeppni HM í kvöld á Laugardalsvelli.  Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið og sigur gefur íslenska liðinu góða von um að komast í umspil fyrir úrslitakeppni HM 2015. Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Ísland – Tyrkland hefst föstudaginn 22. ágúst - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 12:00 á hádegi og fer, sem fyrr, fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Sala á mótsmiðum lýkur fimmtudaginn 21. ágúst - 21.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel en henni lýkur á hádegi í dag, fimmtudaginn 21. ágúst.  Það er því síðustu forvöð að tryggja sér sitt sæti en mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni. 

Lesa meira
 
Æft í Vefle

Ísland - Danmörk kl. 19:30 í kvöld - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Dönum í kvöld í undankeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Mikilvægi leiksins er mikið fyrir báðar þjóðir en þær berjast um annað sæti í riðlinum sem getur gefið sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina í Kanada. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög