Landslið

U19 landslið karla

U19 karla - Tap gegn Norður Írum - 5.9.2014

Strákarnir í U19 töpuðu í dag gegn Norður Írum í seinni vináttulandsleik þjóðanna en leikið var í Belfast.  Leiknum í dag lauk með 3 - 1 sigri heimamanna eftir að þeir höfðu leitt, 1 - 0, í leikhléi.  Fyrri leiknum lauk með 2 - 2 jafntefli en þessi leikir eru undirbúningur hjá íslenska liðinu fyrir riðlakeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sigurður Egill kemur í hópinn - 5.9.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Frökkum í lokaleik liðsins í undankeppni EM.  Sigurður Egill Lárusson, úr Val, kemur inn í hópinn.  Hólmbert Aron Friðjónsson verður í leikbanni í þessum leik og þá verður Jón Daði Böðvarsson í A landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Tyrkjum á þriðjudaginn. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Þrjár breytingar á byrjunarliði U19 karla gegn Norður-Írum - 5.9.2014

U19 landslið karla mætir Norður-Írum í vináttulandsleik í dag, föstudag.  Leikið er í Belfast og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Þetta er annar leikur þessara liða, sem mættust á miðvikudag, og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli.  Byrjunarlið Íslands í dag hefur verið opinberað og eru þrjár breytingar gerðar milli leikja. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Tyrkland : Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 5.9.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM, föstudaginn 5. september kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög