Landslið

Vertu #fotboltavinur og þú gætir verið á leið á útileik með landsliðinu

Settu skemmtilega mynd á Instagram og merktu #fotboltavinir

6.9.2014

KSÍ og bakhjarlar okkar er sannkallaðir fótboltavinir og við viljum að sem flestir verði vinir fótboltans. Við ætlum því að setja af stað skemmtilegan leik sem er þannig að allir þeir sem setja mynd á Instagram og merkja hana #fotboltavinir gætu unnið til glæsilegra verðlauna. 

Við ætlum að draga reglulega út einhverja sem sett hafa inn skemmtilegar fótboltamyndir og eftir leik Íslands og Hollands þá veljum við þann sem er með bestu myndina og fær sá aðili að launum ferð á útileik með íslenska landsliðinu á næsta ári. 

Við ætlum líka að gefa áritaða landsliðstreyju og miða á leik Íslands og Hollands. Það er því til mikils að vinna og hvetjum við alla að setja hashtag #fotboltavinir á skemmtilegar myndir á Instagram og það er aldrei að vita nema þú gætir verið að skella þér á leik með karlalandsliðinu í undankeppni EM. 

Það eru Borgun, Vífilfell, Lengjan, Landsbankinn, N1 og Icelandair sem standa að leiknum með KSÍ.

Smelltu hérna til að skoða KSÍ á Instagram.

Verum #fotboltavinirMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög