Landslið

U21 landslið karla

U21 karla - Umspilssæti tryggt - 9.9.2014

Í kvöld varð endanlega ljóst að U21 karlalandsliðið verður í pottinum þegar dregið verður í umspilð fyrir úrslitakeppnina 2015 en hún fer fram í Tékklandi.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA en 14 þjóðir verða í pottinum. Lesa meira
 

Frábær byrjun - Þriggja marka sigur á Tyrkjum - 9.9.2014

Þeir sem höfðu vonast eftir góðri byrjun íslenska landsliðsins í undankeppni EM fengu svo sannarlega mikið fyrir sinn snúð á Laugardalsvelli í kvöld.  Tyrkir voru lagðir að velli, 3 - 0, í frábærum leik þar sem íslensku strákarnir voru betri aðilinn allan leikinn.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland tekur á móti Tyrklandi - Byrjunarliðið - 9.9.2014

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Tyrkjum í kvöld í fyrsta leik Íslands undankeppni EM en leikið er á  Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45. 
Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Svipmyndir frá landsleikjum á heimasíðu UEFA - 9.9.2014

Hægt er að sjá svipmyndir úr landsleikjunum í undankeppni EM á heimasíðu UEFA en helstu atriði leikjanna sem fram fóru á sunnudaginn eru nú aðgengilegir á síðunni. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Tyrkland - 9.9.2014

Leikur Íslands og Tyrklands hefst kl. 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Ísland - Tyrkland í kvöld - 9.9.2014

Ísland tekur á móti Tyrkjum í kvöld á Laugardalsvelli en þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2016. Leikurinn hefst kl. 18:45 og enn er hægt að fá miða á leikinn en miðasala er í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og einnig hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00 á hádegi. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Jafntefli gegn Frökkum - 9.9.2014

Strákarnir í U21 gerðu jafntefli gegn Frökkum í kvöld en leikið var í Auxerre í Frakklandi. Lokatölur urðu 1 - 1 og jafnaði Kristján Gauti Emilsson metin á 80. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.  Nú þarf að bíða eftir úrslitum kvöldsins til að sjá hvort þessi stig dugi íslenska liðinu en fjölmargir leikir eru í dag og í kvöld sem hafa áhrif á stöðu Íslands. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög