Landslið

HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Öruggur sigur á Ísrael - 13.9.2014

Íslensku stelpurnar unnu öruggan sigur á Ísrael í undankeppni HM en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 3 - 0 og skoruðu þær Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir mörkin í fyrri hálfleik og Sara Björk Gunnarsdóttir bætti við þriðja markinu. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarlið A kvenna gegn Ísrael - 13.9.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í undankeppni HM 2015 í dag, laugardag, á Laugardalsvelli kl. 17:00.  Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu frá síðasta leik, gögn Dönum í síðasta mánuði.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Átta marka sigur á Litháen - 13.9.2014

U19 landslið kvenna vann í dag, laugardag, yfirburðasigur, 8-0, á Litháen í undankeppni EM, en riðillinn fer fram í Kaunas í Litháen. Á sama tíma vann Spánn einnig stórsigur á Króatíu í hinum leik riðilsins.  Næsta umferð fer fram á mánudag kl. 13:00 að íslenskum tíma og leikur þá Ísland gegn Spáni. Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Ísrael í dag í undankeppni HM - 13.9.2014

Ísland tekur á móti Ísrael í dag í undankeppni HM kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 17:00. Miðasala fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og einnig verður miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 15:00. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna mætir Litháum - Byrjunarliðið klárt - 13.9.2014

U19 landslið kvenna mætir Litháen í undankeppni EM í dag, laugardag, og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Riðillinn er einmitt leikinn í Litháen, en önnur lið í riðlinum eru Króatía og Spánn.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög