Landslið

U21 landslið karla

U21 karla - Staðfestur leiktími á Ísland - Danmörk - 15.9.2014

Staðfestur hefur verið leiktími á leik Íslands og Danmerkur en um er að ræða seinni leik þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:00. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Góður sigur á Króatíu - 15.9.2014

Stelpurnar í U19 unnu í dag annan sigur sinn í undankeppni EM þegar þær lögðu Króatíu að velli, 1 - 0.  Eina mark leiksins kom strax á 5. mínútu leiksins þegar Ingibjörg Sigurðardóttir setti boltann í netið.  Íslenska liðið lék manni færri frá 32. mínútu þegar Guðrún Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.

Lesa meira
 
N1

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Stúlkur - 15.9.2014

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi um komandi helgi, dagana 20. - 21. september.  Mótið fer fram undir stjórn Þorláks Árnasonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Króatíu - 15.9.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Króatíu í dag í undankeppni EM.  Þetta er annar leikur Íslands í keppninni en Ísland vann öruggan sigur á gestgjöfunum í Litháen í fyrsta leiknum, 8 - 0.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á Ísland – Holland hefst fimmtudaginn 18. september kl. 12:00 - 15.9.2014

Mánudaginn 13. október tekur Ísland á móti Hollandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 18. september, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Serbía - 15.9.2014

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í lokaleik sínum í undankeppni HM og verður leikið á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00.  Þó svo að Ísland eigi ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Kanada þá skiptir miklu máli að ljúka keppninni á jákvæðum nótum og setja þar með tóninn fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Sigrún Ella og Guðrún Inga Sívertsen

Sigrún Ella fékk nýliðamerki - 15.9.2014

Sigrún Ella Einarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Ísrael í undankeppni HM 2015 á laugardag.  Hún kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, lék vel og var síógnandi á hægri kantinum.  Að leik loknum fékk hún afhent nýliðamerki A landsliða.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög