Landslið

UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Svekkjandi tap gegn Spáni - 18.9.2014

Stelpurnar í U19 léku í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Litháen.  Andstæðingar dagsins voru Spánverjar sem unnu nauman sigur, 2 - 1, og kom sigurmark leiksins í uppbótartíma.  Spánverjar tryggðu sér þar með efsta sætið í riðlinum en Ísland hafnaði í öðru sæti en kemst einnig áfram í milliriðla með Spánverjum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Uppselt á leik Íslands og Hollands - 18.9.2014

Uppselt er á leik Íslands og Hollands sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október kl. 18:45.  Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Spáni - 18.9.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn í Litháen.  Mótherjar dagsins eru Spánverjar og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Þessar tvær þjóðir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlakeppninni og keppast því um efsta sæti riðilsins. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 34. sæti - 18.9.2014

Ísland fer upp um 12 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA karla sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 34. sæti listans, ásamt Serbíu, og hefur karlalandsliðið ekki komist hærra áður á þessum lista.  Ísland er í 22. sæti á meðal aðildarþjóða UEFA en heimsmeistarar Þjóðverja tróna á toppi listans. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Tveimur leikmönnum bætt við - 18.9.2014

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá fer Hæfileikamót stúlkna KSÍ og N1 fram um helgina í Kórnum.  Verkefnið er undir yfirumsjón Þorláks Árnasonar sem hefur bætt við tveimur leikmönnum í hópinn, þeim Auði Líf Benediktsdóttur BÍ/Bolungarvík og Maríu Björt Hjálmarsdóttur Þrótti. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög