Landslið

Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu í Riga

Íslenska liðið ætlar sér þrjú stig gegn Lettum - 9.10.2014

Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum íslenskra og lettneskra fjölmiðlamanna á fjölmiðlafundi í Riga í dag, fimmtudag.  Lettneskir fjölmiðlar telja íslenska liðið sterkara en það lettneska.  Aron Einar segir íslenska liðið ætla sér þrjú stig, en menn verði þó að fara varlega gegn sterku og vel skipulögðu landsliði Lettlands.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

Æfingar yngri kvennalandsliða um komandi helgi - 9.10.2014

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson hafa vlið hópa fyrir æfingar helgina 18. - 19. október.  Úlfar mun stjórna æfingum hjá U16 og U17 kvenna en Þórður mun vera með æfingar hjá U19 kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U19 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 9.10.2014

Íslenska U19 lið karla mætir Króatíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM í dag. Íslenska liðið fór ekki vel af stað en það tapaði 7-3 gegn Tyrkjum í fyrsta leik mótsins. Það er því mikilvægt að ná góðum úrslitum í dag gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Leikvangurinn í Álaborg

Íslendingar í Álaborg ætla að styðja strákana - 9.10.2014

Eins og kunnugt er þá leika strákarnir í U21 fyrri leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 á föstudaginn og verður leikið í Álaborg.  Íslendingar á svæðinu ætla ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að hittast á John Bull Pub fyrir leikinn. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Æft á keppnisvellinum í dag - 9.10.2014

Strákarnir í U21 æfa í dag á keppnisvellinum, Aalborg Stadium, en þar fer fram fyrri leikur Danmerkur og Íslands í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 á morgun.  Liðið æfði tvisvar í gær og endurheimti þá farangur sinn sem hafði tekið auka ferðalag. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög