Landslið

Leikið í þremur riðlum á dag - 10.10.2014

Leikið var í þremur riðlum í undankeppni EM 2016 í kvöld, föstudagskvöld. Í B-riðli unnu Belgar sex marka sigur á Andorra.  Frændur okkar, Norðmenn, unnu þriggja marka sigur á útivelli, gegn Möltu, og Ítalir unnu 2-1 sigur á Aserbaídsjan.

Lesa meira
 

A karla - Ísland með fullt hús stiga eftir öruggan sigur í Lettlandi - 10.10.2014

Ísland vann frábæran 3-0 sigur í Lettlandi í kvöld og er með fullt hús stiga í A-riðli í undankeppni EM. Íslenska liðið var mun sterkara en það lettneska en það tók dágóðan tíma að brjóta niður varnarmúr heimamanna.

Lesa meira
 

U21 karla - Jafntefli í Danmörku og Ísland í góðri stöðu - 10.10.2014

Íslenska U21 landsliðið gerðu markalaust jafntefli við Dani í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM í Tékklandi. Danska liðið var sterkara en frábær varnarleikur skilaði íslensku stráknum jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Unite against racism

Knattspyrnuvika tileinkuð baráttunni gegn rasisma - 10.10.2014

Þessi knattspyrnuvika (Week of football) sem hófst á fimmtudag, með öllum þeim leikjum sem fram fara í undankeppni EM 2016 þessa daga, er tileinkuð baráttunni gegn rasisma í Evrópu. Báðir leikir Íslands í þessari knattspyrnuviku eru þannig tileinkaðir þessu verðuga verkefni, en að því standa UEFA, FARE og FIFPro.

Lesa meira
 

U19 karla - Króatar reyndust of sterkir - 10.10.2014

Ísland U19 tapaði 4-1 gegn Króatíu í undankeppni EM í gær. Króatía komst í 2-0 áður en Aron Freyr Róbertsson minnkaði muninn fyrir Ísland. Króatía skoraði svo tvö mörk til viðbótar og vann öruggan 4-1 sigur.

Lesa meira
 
Frá æfingu U21 karla í Álaborg

U21 karla - Leikið gegn Dönum í dag - 10.10.2014

Strákarnir í U21 leika í dag fyrri leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 þegar þeir mæta Dönum.  Leikið verður á Aalborg stadion og hefst leikurinn kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Knattspyrnuveisla í dag - A og U21 karla í eldlínunni - 10.10.2014

Það er óhætt að segja að það sé knattspyrnuveisla framundan í dag því að bæði A og U21 karlalandslið Íslands verða í eldlínunni.  Strákarnir í U21 leika í dag fyrri leik sinn í umspili fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2015 þegar þeir mæta Dönum í Álaborg kl. 16:00 að íslenskum tíma.  A landsliðið fylgir svo í kjölfarið en þeir mæta Lettum í Riga kl. 18:45 að íslenskum tíma í undankeppni EM.  Báðir leikirnir vera sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög