Landslið

Ísland - Holland 2014

Magnaður sigur á Hollandi - 13.10.2014

Karlalandsliðið okkar sá áhorfendum í Laugardalnum og víðar fyrir eftirminnilegu kvöldi þegar þeir lögðu Holland í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 0 og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson bæði mörk kvöldsins í fyrri hálfleik.  Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Tékkar.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 13.10.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 

U21 karla - Allt undir á Laugardalsvelli á þriðjudag - 13.10.2014

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni á Laugardalsvelli kl. 16:15, þriðjudaginn 14. október.  Þá leika þeir gegn Dönum, seinni leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.  Fyrri leik þjóðanna lauk með markalausu jafntefli í Álaborg og því ráðast úrslitin á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Leikskrá Holland og Danmörk

Leikskrá fyrir leikina gegn Hollandi og Danmörku - 13.10.2014

Út er komin rafræn leikskrá fyrir leik A landsliðs karla gegn Hollandi sem fram fer mánudaginn 13. október og má finna hana hér að neðan.  Einnig er í leikskránni efni um seinni umspilsleikinn hjá strákunum í U21 sem mæta Dönum í úrslitaleik á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Ísland - Holland - Bílastæði í nágrenni við Laugardalsvöll - 13.10.2014

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Holland kl. 18:45 - 13.10.2014

Íslendingar mæta Hollendingum í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli í kvöld, mánudaginn 13. október kl. 18:45.  Uppselt er á leikinn og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta tímanlega á Laugardalsvöllinn til að forðast biðraðir.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög