Landslið

Merki U21 karla

Danir höfðu betur með minnsta mun - 14.10.2014

Það voru Danir sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM í kvöld eftir að Ísland og Danir gerðu jafntefli, 1 - 1.  Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og því komust Danir áfram á útivallamarkinu.  Danir komust yfir á 90. mínútu en Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lesa meira
 

U21 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum (uppfært) - 14.10.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í seinni leik þjóða í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015.  Leikurinn hefst kl. 16:15 á Laugardalsvelli og eru áhorfendur hvattir til þess að fjölmenna og hvetja strákana í þessum mikilvæga stórleik.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á Ísland - Danmörk - 14.10.2014

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á seinni umspilsleik U21 karlalandsliða Íslands og Danmerkur.  Leikið verður á Laugardalsvelli í dag, þriðjudaginn 14. október, og hefst kl. 16:15.  Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Ísland mætir Dönum í dag kl. 16:15 - 14.10.2014

Strákarnir í U21 leika í dag seinni leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM þegar þeir mæta Dönum á Laugardalsvelli kl. 16:15.  Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Álaborg, lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvellinum í dag. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

U21 karla - KSÍ skírteini gilda við innganginn - 14.10.2014

Handhafar KSÍ skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Danmerkur í dag kl. 16:15 en leikurinn er seinni leikur þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Álaborg, lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvellinum í dag. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög