Landslið

Tolfan

Uppselt á leikinn í Plzen - 7.11.2014

Uppselt er á leik Tékka og Íslendinga í undankeppni EM en leikið verður í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember.  Knattspyrnusamband Íslands fékk ríflega 600 miða á þennan leik fyrir íslenska stuðningsmenn og eru þeir allir búnir og margir sem bíða á biðlista.  Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 og U19 kvenna - Æfingar 15. og 16. nóvember - 7.11.2014

Helgina 15. og 16. nóvember verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar en tveir hópar verða valdir hjá U17 og verður sá seinni tilkynntur á mánudaginn. Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Tékkum og Belgum tilkynntur - 7.11.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Belgum og Tékkum núna í nóvember.  Leikinn verður vináttulandsleikur gegn Belgum í Brussel, miðvikudaginn 12. nóvember, og við Tékka í undankeppni EM 2016 í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög