Landslið

Saga landsliðs karla komin út á bók

Sigmundur Ó. Steinarsson hefur ritað sögu karlalandsliðsins

12.12.2014

Út er komin bókin Saga landsliðs karla, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, glæsileg bók sem hefur að geyma sögu landsliðs Íslands í máli og myndum.  Í bókinni, sem telur rúmar 600 blaðsíður, er sagt frá Evrópukeppni landsliða og heimsmeistarakeppninni.  Bókin verður til sölu í verslunum Eymundsson-Pennans frá og með þriðjudeginum 16. desember.


Fyrstu eintökin af bókinni voru afhent þremur gömlum landsliðshetjum, þeim Ólafi Hannessyni, Hauki Bjarnasyni og Gunnari Gunnarssyni, og blaðamanninum Atla Steinarssyni (sjá hér að neðan) í útgáfuhófi í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudag.  Þessir fjórir herramenn fengu við sama tækifæri afhent gullmerki KSÍ.

 


Mynd:  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Sigmundur Ó. Steinarsson ásamt fyrrverandi landsliðsmönnunum þremur, Ólafi Hannessyni, Hauki Bjarnasyni og Gunnari Gunnarssyni. 

Ólafur Hannesson, KR   

Ólafur lék sinn fyrsta landsleik gegn Finnum á Melavellinum. Þriðji landsleikur Íslands og fyrsti sigurleikurinn 1948, 2:0. Ríkharður skoraði bæði mörkin. Lék í sigurleiknum gegn Svíum 1951, 4:3, 1951 og stoðsendingar í þremur af fjórum mörkum Ríkharðs.

Haukur Bjarnason, Fram

Nýliði í sigurleiknum gegn Svíum 1951, 4:3.

Gunnar Gunnarsson, Val

Nýliði í leik gegn Austurríki 1953, 3:4. Lék í sigurleiknum gegn Noregi, 1:0, 1954 og leiknum fræga gegn Svíum í Kalmar sama ár, 2:3.

Atli Steinarsson, blaðamaður

Kunnur frjálsíþróttamaður úr ÍR á árum áður. Gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu er hann útskrifaðist úr VÍ 1950. Yfirmaður íþrótta 1952 og einn af stofnendum Samtaka íþróttafréttamanna. Skrifaði um leikinn fræga gegn Dönum á Idrætsparken 1959, þegar fyrstu símamyndirnar myndirnar voru sendar til Íslands og birtust á forsíðu Morgunblaðsins. Átti sæti í stjórn ÍSÍ, var fréttamaður á RÚV og blaðamaður á Dagblaðinu.

Smelltu hérna til að skoða myndir frá hófinu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög