Landslið

A karla - Allir leikmenn með á æfingu dagsins - 13.1.2015

Eins og kunnugt er þá er íslenska karlalandsliðið statt í Orlando þessa dagana þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir við Kanada, 16. og 19. janúar.  Eftir langt ferðalag í gær þá var fyrsta æfingin í dag þar sem menn hristu ferðaþreytuna úr sér og voru allir leikmenn hópsins með á æfingunni.

Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet Bragadóttir dæmir leik Íslands og Póllands í Kórnum - 13.1.2015

Dómararnir í vináttuleik U23 landslið Íslands gegn Póllandi eru allir íslenskir.  Dómari verður Bríet Bragadóttir, sem valin var dómari ársins 2014 í Pepsi-deild kvenna.  Leikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Guðmunda Brynja og Glódís

Ísland mætir Póllandi í Kórnum á miðvikudag - ókeypis aðgangur - 13.1.2015

U23 landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnuhúsinu Kórnum á miðvikudag kl. 18:00.  Pólverjar tefla reyndar fram A landsliði sínu í þessum leik og í íslenska hópnum eru jafnframt fjórir eldri leikmenn.  Aðgangur að leiknum er ókeypis - um að gera að skella sér!

Lesa meira
 
University of Central Florida Soccer and Track Field

A karla - Landsliðið komið til Orlando - 13.1.2015

Íslenska karlalandsliðið kom til Orlando í gærkvöldi eftir langt ferðalag.  Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Kanada sem verða leiknir á háskólavelli University of Central Florida hér í Orlando.  Fyrri leikurinn verður föstudaginn 16. janúar en sá síðari mánudaginn 19. janúar og verða báðir leikirnir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Lesa meira
 
Frá æfingu U21 karla í Álaborg

Úrtaksæfingar U21 karla í Kórnum um helgina - 13.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar vegna U21 landsliðs karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi dagana 17. og 18. janúar og hafa 33 leikmenn frá 17 félögum verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, þjálfara U21 landsliðs karla. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög