Landslið

Frá æfingu í Orlando

A karla - Undirbúningur fyrir leikina gegn Kanada heldur áfram - 14.1.2015

Undirbúningur karlalandsliðsins fyrir vináttulandsleikina gegn Kanada heldur áfram en fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar og hefstkl 21:30 að íslenskum tíma.  Liðið æfði í dag og var vel tekið á því.  Allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni að undanskildum Guðmundi Þórarinssyni sem er með flensueinkenni og var ekki með.

Lesa meira
 

Íslenskur sigur í Kórnum - 14.1.2015

U23 landslið kvenna vann góðan 3-1 sigur á Póllandi í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudagskvöld.  íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.  Elín Metta gerði tvö marka Íslands og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt.

Lesa meira
 
Guðmunda Brynja

Byrjunarlið Íslands og Póllands í kvöld - 14.1.2015

U23 landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi kl. 18:00 í kvöld, miðvikudagskvöld.  Aðgangur að leiknum er ókeypis.  Þjálfarar beggja liða hafa nú opinberað byrjunarlið sín. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög