Landslið

Frá æfingu í Orlando

A karla - Byrjunarliðið sem mætir Kanada - 16.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en báðir fara þeir fram í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Skjá Sport.

Lesa meira
 
U17 kvenna á NM

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 24. og 25. janúar - 16.1.2015

Dagana 24. og 25. janúar fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík undir stjórn landsliðsþjálfaranna.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga. 

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

Eyjólfur Sverrisson áfram þjálfari U21 karla - 16.1.2015

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Aðstoðarþjálfari Eyjólfs verður áfram Tómas Ingi Tómasson.

Lesa meira
 

A karla - Leikið við Kanada í kvöld - 16.1.2015

Karlalandsliðið leikur í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Kanada en leikið verður á háskólavelli UCF í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma eða kl. 16:30 að staðartíma en seinni vináttulandsleikur þjóðanna fer fram mánudaginn 19. janúar á sama stað. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög