Landslið

Byrjunarlið íslands gegn Kanada í Orlando 16. janúar 2015

Byrjunarliðið sem mætir Kanada kl. 21:00 - 19.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada i seinni vináttulandsleik þjóðanna á fjórum dögum en leikið verður í Orlando.  Gerðar eru átta breytingar frá byrjunarliðinu frá síðasta leik en leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma og verður sýndir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Lesa meira
 

Landsliðsæfingar A kvenna í Kórnum 24. og 25. janúar - 19.1.2015

A landslið kvenna mun koma saman til æfinga í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi dagana 24. og 25. janúar og hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kallað 23 leikmenn til æfinga.  Leikmennirnir koma frá sjö félögum, þ.e. sex Pepsi-deildarfélögum og einu erlendu félagi.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

Ísland mætir Kanada í kvöld kl. 21:00 - 19.1.2015

Ísland mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld í annað skiptið á fjórum dögum en leikið verður á háskóllavelli UCF í Orlando í Florida.  Leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma, eða kl. 16:00 að staðartíma, og verður í beinni útsendingu hjá SkjáSport.  Fyrri leik þjóðanna lauk með 2 - 1 sigri Íslands þar sem Kristinn Steindórsson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörkin. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög