Landslið
UEFA EURO 2016

500 dagar í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi

UEFA opnar síðu þar sem hægt er að fylgjast með miðasöluferlinu

30.1.2015

Í tilefni af því að 500 dagar eru í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi þá kom UEFA á fót heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með miðasöluferli á leiki keppninnar og fá upplýsingar sendar, ef óskað er, um hvernig miðasölunni verður háttað.

Heimasíðuna fá finna hér en ennþá er alveg óvíst hvaða þjóðir munu etja þarna kappi þó svo að ljóst að gestgjafar Frakka verða þarna í eldlínunni.  Keppnin verður hörð um hin 23 sætin en næst leikur Íslands í undankeppni EM 2016 verður ytra gegn Kasakstan, 28. mars næstkomandi.

EM 2016 á heimasíðu UEFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög