Landslið

Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Svissneskur sigur í sólinni - 4.3.2015

Íslenska kvennalandslið tapaði í dag gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve mótinu en leikið var í Lagos.  Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir Sviss eftir að markalaust var í leikhléi.  Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Noregi á föstudaginn.

Lesa meira
 
EM U17 karla

U17 landslið karla valið fyrir milliriðil í Krasnodar - 4.3.2015

Halldór Björnsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir milliriðil EM, sem leikinn verður í Krasnodar í Rússlandi í mars.  Hópurinn heldur til Rússlands þann 19. mars og fyrsti leikur er tveimur dögum síðar.  Austurríki og Wales eru í riðlinum, auk Íslands og heimamanna. Lesa meira
 

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Sviss - 4.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss í dag kl. 15:00.  Leikið verður í Lagos í Portúgal en þetta er fyrsti leikur Íslands á hinu geysisterka Algarve móti.  Lára Kristín Pedersen byrjar í sínum fyrsta landsleik en stillt er upp ungu liði gegn hinu sterka liði Sviss

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

Algarve 2015 - Ísland mætir Sviss kl. 15:00 - 4.3.2015

Ísland hefur leik í dag á Algarve mótinu en kl. 15:00 mæta stelpurnar Sviss í B riðli.  Leikið verður í Lagos en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Bandaríkjanna og Noregs.  Það má búast við erfiðum leik hjá stelpunum en íslenska liðið mætti Sviss tvisvar í undankeppni HM og tapað í bæði skiptin.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög